Jarðhitavatn rennur í Múlakvísl. Aukin rafleiðni hefur mælst í ánni og gasmælingar á svæðinu sýna há gildi á brennisteinsdíoxíði og brennisteinsvetni.
Fólki er bent á að staldra ekki lengi í nágrenni við ána vegna gasmengunar á níunda tímanum í kvöld.
Þetta kemur fram í viðvörun frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra.
Þá er mikið jökulvatn í Bláfjallakvísl sem rennur frá norðurhluta Mýrdalsjökuls. Ferðafólk er hvatt til að gæta varúðar og sýna aðgát þar sem vöð yfir ánna gætu verið varahugaverð.
Í nótt varð skjálftahrina norðarlega í Kötluöskjunni. Tveir skjálftar mældust yfir fjórum stigum. Enginn órói er sjáanlegur samfara þessum skjálftum en áfram verður fylgst náið með framvindu mála.