Ekki staldra lengi við Múlakvísl

Jarðhitavatn rennur í Múlakvísl. Aukin rafleiðni hefur mælst í ánni og gasmælingar á svæðinu sýna há gildi á brennisteinsdíoxíði og brennisteinsvetni.

Fólki er bent á að staldra ekki lengi í nágrenni við ána vegna gasmengunar á níunda tímanum í kvöld.

Þetta kemur fram í viðvörun frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra.

Þá er mikið jökulvatn í Bláfjallakvísl sem rennur frá norðurhluta Mýrdalsjökuls. Ferðafólk er hvatt til að gæta varúðar og sýna aðgát þar sem vöð yfir ánna gætu verið varahugaverð.

Í nótt varð skjálftahrina norðarlega í Kötluöskjunni. Tveir skjálftar mældust yfir fjórum stigum. Enginn órói er sjáanlegur samfara þessum skjálftum en áfram verður fylgst náið með framvindu mála.

Fyrri greinAthugasemdir gerðar við útlit og lóðamörk
Næsta greinEnn leitað að nýjum stjórnanda