Jarðhitavatn lekur í Múlakvísl á Mýrdalssandi en rafleiðni hefur hækkað jafnt og þétt í ánni síðustu tvo daga og er nú um 260 míkróS/cm.
Brennisteinsvetnismengun mældist yfir heilsuverndarmörkum við Láguhvola í nótt en hæsta gildið var 220 ppm. Fólki er bent á að staldra ekki við ána. Ef fólk finnur fyrir einkennum, svo sem sviða í nefi eða augum á að yfirgefa svæðið.
Mikið vatn er í Múlakvísl en jarðhitalekar sem þessir eru þekktir í ánni og síðast varð svipaður leki í byrjun septembermánaðar.