„Það eru því miður ekki til peningar fyrir nýrri malbiksyfirlögn og því var málinu reddað með holuviðgerðum og svona verður þetta í sumar,“ segir Svanur Bjarnason, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar.
Margir hafa haft samband við ritstjórn Sunnlenska og kvartað undan viðgerðum á malbiki á Austurvegi á Selfossi þessa dagana en vegurinn er mjög ósléttur og leiðinlegur eftir viðgerðina.
Verktakafyrirtæki af höfuðborgarsvæðinu sá um verkið. Austurvegur tilheyrir Þjóðvegi eitt enda hluti af hringveginum.