Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er ekki útlit fyrir að Hellisheiðin eða Þrengslavegur opni í dag. Enn er unnið að því að losa fasta bíla á svæðinu.
Mosfellsheiði, Lyngdalsheiði og hluti Þingvallavegar er ennþá lokaður en Suðurstrandarvegur er opinn.
Tugir bíla voru fastir á Þrengslavegi og í Svínahrauninu í gærkvöldi og er útlit fyrir að það muni taka langan tíma að greiða úr röðinni og þegar því er lokið þá er hægt að hefja mokstur á nýjan leik.