Bæjarráð Árborgar ályktaði um stöðu Ræktunarsambands Flóa og Skeiða á fundi sínum í síðustu viku og sendi þar sneið til Landsbankans.
Í lok bókunarinnar segir: „Bæjarráð minnir á að Landsbanki Íslands, sem er aðal viðskiptabanki Ræktunarsambands Flóa og Skeiða, er jafnframt viðskiptabanki sveitarfélagsins.“
Eyþór Arnalds, flutningsmaður tillögunnar, segir að ekki megi túlka ábendingu bæjarráðs sem hótun um að flytja viðskipti sveitarfélagsins annað, verði bankinn ekki liðlegur fyrirtækinu. „Það er ekki verið að stilla neinum upp við vegg. Heldur er verið að minna á að það eru hagsmunir sveitarfélagsins, og samfélagsins í heild, að fyrirtæki sem Ræktunarsambandið geti haldið í sem flest störf,“ sagði hann í samtali við Sunnlenska.
Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu PANTA ÁSKRIFT