„Ekki víst að saman fari framboð og eftirspurn“

Gunnar Örn Marteinsson, fyrrverandi oddviti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hefur áhuga á að gefa kost á sér áfram til starfa í sveitarstjórn á næsta kjörtímabili.

Í pistli sem Gunnar birtir í nýjasta fréttabréfi Skeiða- og Gnúpverjahrepps lýsir hann yfir áhuga á framboði.

„Þó svo að ég hafi áhuga á að starfa áfram á þessum vettvangi, er ekki víst að saman fari framboð og eftirspurn. Því þætti mér vænt um að heyra í fólki um þessi mál,“ segir Gunnar.

Hann biður þá sem hafa svipaða sýn á málefni sveitarfélagsins og áhuga á að koma að undirbúningi framboðs um að hafa samband við sig.

Fyrri greinSnæfell fagnaði í Hveragerði
Næsta greinFSu í kröppum dansi gegn botnliðinu