Eldingahætta frá gjósandi eldstöð er mest í gosmekkinum sjálfum og getur náð í allt að 30 – 40 km undan vindi frá eldstöðinni. Á Íslandi er fólk oft ekki á varðbergi gagnvart hættunni sem af eldingum stafar.
Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að vegna eldinga sem fylgja eldgosum sé ástæða til að setja eldingavara á hús til að minnka líkur á að eldingum slái niður í þau. Fólk ætti að leita til rafvirkja vegna uppsetningar á eldingavara og rafveitu vegna rafskauta.
Nánari leiðbeiningar um eldingar í tengslum við eldgos eru á vef Almannavarna.