Rafmagn fór af stórum hluta Suðurlands í nótt og er enn rafmagnslaust víða.
Rafmagnstruflanir hafa verið á Suðurlandi frá því klukkan 3:40 í nótt. Meðal annars er rafmagnslaust í Holtunum og Landsveit, Landeyjum, Skaftártungu og Álftaveri. Líkleg ástæða rafmagnsleysisins er samsláttur á loftlínum.
Einnig er Hvolsvallarlína úti en það hefur ekki valdið rafmagnsleysi enn sem komið er.
Í tilkynningu frá Rarik kemur fram að farið sé að bera á eldingum og getur það seinkað viðgerðum.