Stór truflun varð í flutningskerfi Landsnets um klukkan hálfþrjú í dag en talið er að eldingu hafi slegið niður í Búrfellslínu 3.
Vegna þessarar truflunar fóru út þrjár vélar í Hellisheiðarvirkjun og stórnotendur á Suðvesturlandi voru án rafmagns, en samkvæmt upplýsingum frá Landsneti gengur vel að keyra upp álagið á nýjan leik.
Unnið er að uppkeyrslu og verið er að skoða Búrfellslínu 3, sem er ennþá úti.
UPPFÆRT KL. 15:09: Búrfellslína 3 er komin í rekstur, rekstur flutningskerfis er kominn í eðlilegt horf.