Eldri borgarar aðstoða við lestrarkennslu

Félag eldri borgara í Hveragerði og Hveragerðisdeild Rauka kross Ísland hafa sett fram hugmyndir um mögulega aðkomu að lestrarkennslu yngstu barna við Grunnskólann í Hveragerði.

Telja forsvarsmenn félaganna að með þessu móti geti aðilar í félögunum lagt sitt af mörkum við innleiðingu þjóðarsáttmála um læsi sem undirritaður var nýverið.

Erindi frá Félagi eldri borgara í Hveragerði og Hveragerðisdeild Rauka kross Ísland var tekið til afgreiðslu á síðasta fundi bæjarráðs. Í erindinu er gerð grein fyrir hugmyndum sem félögin hafa um mögulega aðkomu meðlima félaganna að lestrarkennslu yngstu barna við Grunnskólann í Hveragerði.

Telja forsvarsmenn félaganna að með þessu móti geti aðilar í félögunum lagt sitt af mörkum við innleiðingu þjóðarsáttmála um læsi sem undirritaður var nýverið.

Bæjarráð fagnar frumkvæði félaganna og telur að verkefni sem þetta geti orðið börnum bæjarins mikil lyftistöng.

Hugmyndin hefur þegar verið kynnt í Fræðslunefnd sem tók jákvætt í erindið en bæjarráð samþykkti að fela skólastjórnendum að vinna að skipulagi verkefnisins í samvinnu við Félag eldri borgara og Hveragerðisdeild Rauða krossins.

Fyrri greinBjörn Steinar ráðinn framkvæmdastjóri fjármála
Næsta greinEldur í dráttarvél