Eldri borgarar í Árborg fá heimsendan mat

Selfoss fyrir miðri mynd. Ljósmynd/Steinar Guðjónsson

Sveitarfélagið Árborg mun bjóða upp á heimsendan mat fyrir eldri borgara í sveitarfélaginu frá og með 4. janúar næstkomandi.

Veisluþjónusta Suðurlands mun sjá um framreiðslu og heimsendingu sem er að hámarki þrjá daga vikunnar.

Matarsendingarnar verða niðurgreiddar fyrir eldri borgara og kostar hver skammtur 950 krónur með heimkeyrslu.

Fyrri greinÓku fjórhjólum eftir göngustígum á Selfossi
Næsta greinSprenging í byggingu íbúða á Hellu