Sumarferð Félags eldri borgara á Eyrarbakka er í dag. Farið er um Suðurstrandarveg til Grindavíkur þar sem m.a. verður snæddur hádegisverður á Bryggjunni.
Síðan farið að Reykjanestá, til Hafna, Sandgerðis og í Garðinn og miðdegiskaffi drukkið við Garðskagavita.
Mjög góð þátttaka er í ferðinni eða nær 25 manns og bíl- og farastjóri er Siggeir Ingólfsson.
Meðal þátttakenda í ferðinni er Markús Þorkelsson frá Eyrarbakka, sem nú býr á Selfossi. Hann er 95 ára í dag og situr í rútunni á aftasta bekk eins og „töffara“ hefur ætíð verið siður í rútuferðum.
Menningar-Staður var til staðar við upphaf ferðarinna og færði til myndar.
Markús Þorkelsson 95 ára í dag á aftasta bekk í rútunni. sunnlenska.is/Björn Ingi