Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vinnur nú úr gögnum sem aflað var á vettvangi þegar gróðurhús í Hveragerði brann um síðustu helgi.
Mikið tjón varð í Garðyrkjustöð Ingibjargar Sigmundsdóttur við Bröttuhlíð á laugardagsmorgun. Mikill eldur kom upp í skúr við norðurenda gróðurhússins. Í húsinu voru um 4.000 jólastjörnur, tilbúnar á markað, og eyðilögðust plönturnar allar.
Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sá um vettvangsrannsókn og liggur niðurstaða á eldsupptökum ekki fyrir.