Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu á Selfossi var kallað út í hádeginu í dag eftir að eldur kviknaði í bíl á gámasvæðinu við Víkurheiði.
„Það kviknaði þarna í bíl sem var í geymslu á svæðinu og verið að vinna í. Bíllinn var alelda en það gekk vel að slökkva þetta,“ sagði Lárus Kristinn Guðmundsson, varaslökkviliðsstjóri, í samtali við sunnlenska.is.
Talsverður reykur stóð af eldinum, það var vegfarandi á Eyrarbakkavegi sem tilkynnti um hann klukkan 12:12 og viðbragðsaðilar brugðust skjótt við í kjölfarið.