Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu á Selfossi var kallað í iðnaðarhverfið í Gagnheiði á Selfossi á þriðja tímanum í dag þar sem eldur logaði í bílhræi.
Töluverður eldur var í bílnum og mikinn svartan reyk lagði frá honum. Slökkvistarf gekk vel fyrir sig en fimm slökkviliðsmenn mættu á vettvang ásamt því að lögregla og sjúkrabíll fóru á staðinn.
Leiða má líkur að því að um íkveikju sé að ræða.