Brunavarnir Árnessýslu fengu tilkynningu um klukkan þrjú í nótt um eld í fólksbíl á mótum Suðurlandsvegar og Hrísmýrar á Selfossi.
Slökkvistarf gekk vel og enginn slasaðist í eldinum en bíllinn er ónýtur.
Eldsupptök eru óljós en lögreglan á Suðurlandi rannsakar þau. Bíllinn var ekki á númerum og hafði verið ekið þannig um götur bæjarins áður en það kviknaði í honum.
