Eldur kom upp í óskráðum sendibíl við Vélsmiðju Valdimars Friðrikssonar í Gagnheiði á Selfossi í kvöld og brann hann til kaldra kola.
Slökkviliðið á Selfossi fékk tilkynningu um eldinn kl. 22:14 en þegar slökkviliðsmenn komu á staðinn var bíllinn alelda þar sem hann stóð undir húsvegg. Ekki urðu skemmdir á húsinu.
Eldsupptök eru ókunn en samkvæmt heimildum sunnlenska.is hafa unglingar notað bílinn sem „reykingakompu“.