Eldur kom upp í þriggja hæða einbýlishúsi við Heiðmörk á Selfossi laust fyrir klukkan ellefu í morgun.
Slökkvilið er enn að störfum á vettvangi en eldurinn kom upp í svefnherbergi á 2. hæð. Talið er líklegt að kertalogi hafi náð að læsa sig í gardínum í herberginu.
Heimilisfólkið kom sér út og sakaði ekki en ljóst er að töluverðar skemmdir eru á efri hæðum hússins vegna reyks.
Töluverður reykur stóð út um svefnherbergisgluggann þegar slökkvilið bar að garði. sunnlenska.is/Guðmundur Karl