Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu á Selfossi var kallað út kl. 13:14 í dag vegna elds í litlu húsi við Austurkot í Sandvíkurhreppi, sunnan við Selfoss.
Um starfsmannaaðstöðu er að ræða og var enginn í húsinu þegar eldurinn kom upp. Talsverður eldur og mikill reykur var í húsinu en slökkvistarf gekk vel fyrir sig. Slökkviliðið sendi tvo bíla á staðinn, en lögregla og sjúkraflutningamenn fóru einnig á vettvang.
Lögreglan á Suðurlandi rannsakar upptök eldsins.