Brunavarnir Árnessýslu fengu boð um eld í einbýlishúsi við Smáratún á Selfossi kl. 9:50 í morgun.
Mikið viðbragð var vegna útkallsins en þegar á hólminn var komið reyndist eldurinn vera minni en talið var í fyrstu. Slökkvistarf gekk vel fyrir sig en talsverða stund tók að reykræsta húsið.
Lögreglan á Suðurlandi rannsakar eldsupptök en eitthvað tjón varð á húsinu vegna elds og sóts.