Eldur í íbúðargámi

Eldur kom upp í íbúðargámi við Sigtún á Selfossi rétt fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi. Ekki var ljóst hvort einhver væri inni í gámnum þegar að slökkviliðinu bárust boð um eldinn.

Enginn reyndist vera í gámnum og sást til íbúa hans í nærliggjandi götu þegar leið á slökkvistarfið.

Slökkvistarf gekk greiðlega en gámurinn er ónýtur til þess brúks sem hann hefur áður gegnt.

Óvíst er um eldsupptök að svo stöddu.

Fyrri grein„Vantaði ekki að menn voru að leggja sig fram“
Næsta greinEldingu sló niður í Búrfellslínu 3