Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu í Þorlákshöfn var kallað út laust fyrir klukkan ellefu í kvöld þegar tilkynnt var um eld í íbúð í Norðurbyggð í Þorlákshöfn.
Þar hafði kviknað í kertaskreytingu en að sögn Péturs Péturssonar, slökkviliðsstjóra, náðu húsráðendur að slökkva eldinn áður en slökkviliðið bar að garði.
Slökkviliðsmenn aðstoðuðu við reykræstingu og var aðgerðum lokið um miðnætti.