Eldur í kertaskreytingu í Þorlákshöfn

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu í Þorlákshöfn var kallað út laust fyrir klukkan ellefu í kvöld þegar tilkynnt var um eld í íbúð í Norðurbyggð í Þorlákshöfn.

Þar hafði kviknað í kertaskreytingu en að sögn Péturs Péturssonar, slökkviliðsstjóra, náðu húsráðendur að slökkva eldinn áður en slökkviliðið bar að garði.

Slökkviliðsmenn aðstoðuðu við reykræstingu og var aðgerðum lokið um miðnætti.

Fyrri greinGleðileg jól!
Næsta greinGröfutækni bauð lægst í jarðvinnu fyrir RARIK