Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu á Selfossi var kallað að starfsstöð Mjólkursamsölunnar á Selfossi klukkan hálf ellefu í morgun eftir að eldur kviknaði í klæðningu smiðjuhúss á lóð MS við Austurveg.
Að sögn Péturs Péturssonar, slökkviliðsstjóra, voru menn að nota eld til að eyða gróðri og hljóp logi í klæðningu hússins.
Mikið viðbragð var hjá slökkviliði og sjúkraflutningamönnum vegna þessa en þegar á hólminn var komið reyndist um lítið tjón að ræða og starfsmenn MS höfðu náð að slökkva eldinn að mestu.