Eldur í loftræstikerfi Selfosskirkju

Eldur kom upp í loftræstikerfi Selfosskirkju í morgun, eftir að mótor í loftræstikerfinu á kirkjuloftinu brann yfir.

Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu á Selfossi var kallað að kirkjunni rétt fyrir klukkan ellefu í morgun. Þá stóð yfir kistulagning í kirkjunni og urðu kirkjugestir varir við svartan reyk út úr loftræstikerfinu. Athöfnin var færð yfir í safnaðarheimilið og engum varð meint af.

Þegar slökkviliðið kom á vettvang var allnokkur eldur í loftræstistokk og talsverður reykur í kirkjunni. Unnið er að reykræstingu og er ljóst að það verk mun taka einhvern tíma þar sem erfitt er að komast að loftræstikerfinu vegna þrengsla á kirkjuloftinu.


Slökkviliðsmenn við vinnu á kirkjuloftinu en eins og sést er talsverður reykur í kirkjunni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Fyrri greinFáheyrðir yfirburðir okkar krakka í stigakeppninni
Næsta greinOddný á opnu húsi á Selfossi