Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu í Reykholti og á Laugarvatni voru kölluð út rétt fyrir klukkan 19 í kvöld þegar eldur kom upp í rafstöðvarhúsi á Efri-Reykjum í Biskupstungum.
Í húsinu er olíukynt rafstöð fyrir sumarbústaði í hverfinu og þar sem olíutankur var inni í húsinu var viðbúnaður slökkviliðsins nokkur.
Slökkvistarf gekk greiðlega en eldsupptök eru ekki ljós.