Talsverður viðbúnaður var hjá Brunavörnum Árnessýslu laust fyrir klukkan hálf tólf í morgun þegar tilkynnt var um eld í einbýlishúsi í Hveragerði.
Slökkviliðsmenn frá Hveragerði og Selfossi voru kallaðir á vettvang, en þegar fyrstu menn komu á staðinn kom í ljós að eðli útkallsins var minna en í upphafi var talið.
Þarna hafði eldur komið upp í litlum reykkofa bak við íbúðarhúsið, þar sem verið var að reykja kjúkling. Húsráðandi hafði sjálfur náð að slökkva eldinn áður en hann barst í húsið. Var þá frekari viðbúnaður afturkallaður og engum varð meint af.