Liðsmenn Brunavarna Árnessýslu í Hveragerði voru kallaðir út rétt fyrir klukkan ellefu í kvöld þegar tilkynnt var um eld í ruslagámi á Mánamörk, við verslunarkjarnann Sunnumörk.
Talsverður eldur var í gámnum en að sögn Lárusar Kristins Guðmundssonar, setts varaslökkviliðsstjóra, náðu eigendur veitingastaðar í húsinu og vakthafandi varðstjóri að halda eldinum niðri með handslökkvitækjum þar til dælubíll kom á vettvang.
Slökkvistarf gekk hratt og vel fyrir sig og engar skemmdir urðu á húsinu sjálfu.