Eldur í saunaklefa í Grímsnesinu

Síðdegis í gær fengu Brunavarnir Árnessýslu boð um eld í sumarbústað við Sogsbakka í Grímsnesi. Lögreglumenn sem voru fyrstir á vettvang náðu að slökkva eldinn með handslökkvitæki.

Eldurinn kom upp í saunaklefa við sumarhúsið en þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang opnuðu þeir vegginn fyrir aftan saunaofninn og gættu þess að allur eldur væri slökknaður. Veggurinn var svo kældur til að koma í veg fyrir að eldur myndi brjótast út að nýju.

Fyrri greinLeikfélag Austur-Eyfellinga sveitarlistamaður 2017
Næsta greinHengill Ultra Trail hefst á miðnætti