Lögreglan á Selfossi bendir í dagbók vikunnar á þörfina á því að fara varlega með eld á víðavangi og annars staðar.
Tilkynnt var um eld í ruslagámi við Þingvallaveg skammt frá Skjólborgum síðdegis í gær. Ástæðan var lítið ferðakolagrill sem einhver hafði hent í gáminn en ekki gengið úr skugga um að glóð væri í kolunum.
Á laugardag kviknaði sinueldur skammt frá barnaskólanum á Eyrarbakka. Slökkvilið var kallað út og gekk slökkvistarf vel.
Ekki varð verulegt tjón af þessum eldum.