Eldur kviknaði í sinu skammt frá Laugalandi í Holtum síðdegis í dag. Lögregla telur líklegt að kviknað hafi í út frá grilli og var um óhapp að ræða.
Mjög þurrt var á svæðinu og voru aðstæður til slökkvistarfs nokkuð erfiðar en um tvo tíma tók að ráða niðurlögum eldsins.
Eldurinn fór nálægt íbúðarhúsi en slökkviliðsmönnum frá Hellu og Hvolsvelli tókst að koma í veg fyrir að hann næði að húsinu.