Eldur í sinu við Laugarvatn

Ljósmynd/Brunavarnir Árnessýslu

Eldur kom upp í sinu við iðnaðarsvæði á Laugarvatni um miðjan dag í gær.

Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu á Laugarvatni ásamt lögreglu voru fljótir að bregðast við og ráða niðurlögum eldsins áður en mikil útbreiðsla varð.

Brunavarnir Árnessýslu segja fulla ástæðu til þess að brýna fyrir fólki að fara sérstaklega varlega með eld um þessar mundir þar sem aðstæður til gróðurelda eru ákjósanlegar í þessu góða veðri sem hefur verið að leika við okkur hér sunnanlands.

Fyrri greinFærri naktir útlendingar í brautinni
Næsta greinUmferð takmörkuð í Dyrhólaey