Eldur í strætó

Laust fyrir klukkan 17 í gær barst tilkynning til Brunavarna Árnessýslu um eld í strætisvagni á áætlun á Biskupstungnabraut, nálægt Reykholti.

Slökkviliðsmenn BÁ frá Reykholtsstöðinni og Flúðastöðin voru boðaðar út en bílstjórinn hafði náð að slökkva eldinn með slökkvitæki úr strætóbílnum áður en slökkviliðið kom á vettvang.

Engir farþegar voru um borð í bílnum og bílstjórann sakaði ekki.

Eldurinn kviknaði í vél bílsins en eldsupptök eru ókunn.

Fyrri greinBjarni íþróttamaður Bláskógabyggðar 2016
Næsta greinÁrborg vill stuðning í Útsvarinu