Eldur kom upp í gömlum súrheysturni við Kjartansstaði í Flóa um kl. 11:30 í morgun.
Verið var að rafsjóða utan á turninum og myndaðist við það hiti sem kveikti eld í rúlluplasti og gömlu heyi í botninum á honum. Lítið hey var í turninum sem hefur ekki verið notaður í rúm 20 ár.
Slökkviliðið á Selfossi fór á vettvang og réði niðurlögum eldsins hægt en örugglega. Slökkvistarfi var lokið um kl. 15.