Eldur í þurrkara á Laugarvatni

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu á Laugarvatni var kallað að Héraðsskólanum á Laugarvatni kl. 18:16 í kvöld eftir að eldur kviknaði í þvottahúsi.

Í húsinu er rekinn veitingastaður og gistiheimili.

„Þetta var minniháttar tilvik, það kviknaði þarna í þurrkara en svo slokknaði í honum þannig að við þurfum ekki að sinna slökkvistarfi heldur bara reykræstingu,“ sagði Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu í samtali við sunnlenska.is.

Að öðru leiti var helgin róleg hjá Brunavörnum Árnessýslu að sögn Péturs.

Fyrri greinKrakkar frá Grindavík boðnir velkomnir á æfingar á Suðurlandi
Næsta greinGrunnskólinn í Hveragerði sigraði Skjálftann 2023