Eldur kom upp í traktor á Suðurlandsvegi undir Ingólfsfjalli í hádeginu í dag. Traktorinn var á vesturleið þegar ökumaður hans varð var við að eldur kom undan vélarhlífinni.
Slökkvitæki var í traktornum og náði ökumaðurinn að slá verulega á eldinn áður en slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu frá Selfossi mættu á staðinn.
Slökkviliðsmenn slökktu í glæðum og gengu úr skugga um að eldurinn tæki sig ekki aftur upp.
Ekki urðu tilfinnanlegar tafir á umferð vegna málsins en vegurinn milli Selfoss og Hveragerðis er einn af umferða þyngstu þjóðvegum landsins.