Eldur kom upp í uppþvottavél í íbúðarhúsi í Hveragerði rétt fyrir klukkan níu í morgun. Eldurinn virðist hafa kviknað í rofaborði vélarinnar út frá rafmagni.
Húsráðandi varð eldsins var strax í upphafi og náði að slökkva hann með léttvatnsslökkvitæki áður en eldurinn náði að læsa sig í húsbúnað og áður en slökkviliðsmenn komu á vettvang.
Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu frá Hveragerði aðstoðuðu íbúa hússins við reykræstingu en nokkur reykur hafði myndast við brunann.