Eldur kom upp í fjórhjóli

Eldur kom upp í fjórhjóli sem stóð við skemmu á Brjánsstöðum á Skeiðum laust fyrir klukkan sex í morgun.

Eldurinn barst í grindverk við sólpall og síðan í húsið.

Íbúð er í enda hússins og var tvennt þar inni sem var vakið og komið út úr húsi. Fólkið slapp ómeitt en töluverðar skemmdir urðu á húsinu.

Málið er í rannsókn hjá lögreglunni á Suðurlandi.

Fyrri greinTveir fluttir með þyrlu á sjúkrahús
Næsta greinTeo og Daniel farnir heim