Bílvelta varð í Skógarhlíðarbrekku á Þrengslavegi á níunda tímanum á laugardagsmorgun.
Ökumaðurinn var einn í bílnum og slapp hann ómeiddur frá veltunni.
Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu í Þorlákshöfn var kallað út vegna veltunnar, þar sem eldur kom upp í vélarrými bílsins.
Slökkviliðsmennirnir þurftu þó ekki að munda brunaslöngurnar á vettvangi því eldurinn var aðeins smávægilegur og tókst að slökkva hann með kókflösku, eins og það er orðað í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi.