Eldvötn efla vitund almennings

Framhaldsstofnfundur Eldvatna – samtaka um náttúruvernd í Skaftárhreppi fór fram um síðustu helgi.

Eldvötn eru grasrótarsamtök áhugafólks á landsvísu sem vill stuðla að verndun hinnar stórbrotnu og síkviku náttúru á því víðlenda svæði sem tilheyrir sveitarfélaginu Skaftárhreppi.

Þóra Ellen Þórhallsdóttir grasafræðingur ávarpaði framhaldsstofnfundinn sem haldinn var á Hótel Klaustri fundinn. Í máli sínu lagði hún m.a. áherslu á mikilvægi þess að náttúran eigi sér talsmenn og að þar komi náttúruverndarsamtök að miklu gagni. Gæta þurfi sérstaklega að verndun náttúru Skaftárhrepps sem er að mörgu leyti einstök og síbreytileg þar sem landmótun er stöðugt í gangi.

Í lögum samtakanna segir eftirfarandi um markmið þeirra: „Markmið samtakanna er að vera málsvari umhverfis- og náttúruverndarsjónarmiða, fyrst og fremst. Þessum markmiðum hyggjast samtökin ná með því að efla vitund almennings – einkum íbúa Skaftárhrepps – um gildi náttúrunnar, umhverfismál og náttúruvernd og Veita stjórnvöldum og framkvæmdaaðilum gagnrýnið aðhald.

Stofnfélagar eru þeir sem undirrita stefnuyfirlýsingu Eldvatna fyrir árslok 2010. Félagið er opið öllum lögráða einstaklingum er leggja vilja umhverfis- og náttúruvernd lið, í samræmi við markmið samtakanna og lög þeirra.

Hægt er fá nánari upplýsingar og skrá sig í samtökin með því að senda póst á netfangið eldvotn@gmail.com.

Fyrri greinFræðsluerindi um epla-og ávaxtatré
Næsta greinNýtt tjaldsvæði á Selfossi