Eigendaskipti verða á gistiheimilinu Frosti og funa í Hveragerði um mánaðarmótin þegar hjónin Elfa Dögg Þórðardóttir og Jón Þórir Frantzson á Selfossi taka við rekstrinum.
En þau taka við honum af þeim Knúti Bruun og Önnu Sigríði Jóhannsdóttur sem reistu gistiheimilið á sínum tíma
Gistiheimilið er staðsett á bökkum Varmár og þykir afar sérstakt fyrir marga hluta sakir, ekki síst nándina við hverasvæði og ána. Þar eru 17 tveggja manna herbergi, sundlaug, heitir pottar, gufubað auk fundaraðstöðu.
Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu.