Elína Hrund skipuð sóknarprestur í Odda

Biskup Íslands hefur ákveðið að skipa séra Elínu Hrund Kristjánsdóttur í embætti sóknarprests í Oddaprestakalli á Rangárvöllum.

Frestur til að sækja um embættið rann út 25. ágúst sl. Alls sóttu tíu umsækjendur um embættið. Embættið veitist frá 1. október næstkomandi.

Séra Elína Hrund hefur þjónað Reykhólaprestakalli í tæp sjö ár.

Innan Oddaprestakalls eru þrjár sóknir og þrjár kirkjur; Oddakirkja í Oddasókn, Þykkvabæjarkirkja í Þykkvabæjarsókn og Keldnakirkja í Keldnasókn.

Fyrri greinSkrifað undir þjóðarsáttmála um læsi
Næsta greinUmferðartafir á Hellisheiði