Ellefu framboð bárust í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Þrír gefa kost á sér í fyrsta sætið, en prófkjörið fer fram þann 10. september næstkomandi.
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sækist áfram eftir fyrsta sætinu. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gefur kost á sér í fyrsta sætið og það sama gerir Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri. Þá gefur Árni Johnsen, fyrrverandi alþingismaður, kost á sér í eitt þriggja efstu sætanna.
Unnur Brá Konráðsdóttir alþingismaður á Hvolsvelli, býður sig fram í 2. sætið og Vilhjálmur Árnason alþingismaður í það þriðja. Brynjólfur Magnússon, 28 ára lögfræðingur frá Þorlákshöfn, gefur kost á sér í 5. sæti.
Frambjóðendur í Suðurkjördæmi í stafrófsröð:
Árni Johnsen
Ásmundur Friðriksson
Bryndís Einarsdóttir
Brynjólfur Magnússon
Ísak Ernir Kristinsson
Kristján Óli Níels Sigmundsson
Oddgeir Ágúst Ottesen
Páll Magnússon
Ragnheiður Elín Árnadóttir
Unnur Brá Konráðsdóttir
Vilhjálmur Árnason