Frá fimmtudagsmorgni til mánudagskvölds um verslunarmannahelgi voru ellefu umferðaróhöpp og eitt alvarlegt slys tilkynnt til lögreglunnar á Suðurlandi.
Um miðjan dag á föstudag lentu bíll og mótorhjól í árekstri á Suðurlandsvegi, nálæg afleggjaranum að Hárlaugsstöðum. Ökumaður og farþegi á mótorhjólinu voru flutt á sjúkrahús og er farþeginn ennþá á gjörgæsludeild með alvarlega innvortis áverka.
Að frátöldu þessu alvarlega slysi gekk umferðin ágætlega á Suðurlandi um helgina.
Í eftirliti lögreglu á þessum tíma voru 29 ökumenn stöðvaðir vegna hraðaksturs, sá sem hraðast ók var á 142 km/klst. Fimm ökumenn voru með útrunnin ökuréttindi og fjórir sviptir ökuréttindum. Sextán voru teknir fyrir ölvun við akstur og tveir fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna.