Sveitarfélagið Árborg hefur fengið samþykkt Vinnumálastofnunar fyrir ellefu störfum vegna fjögurra atvinnuátaksverkefna fyrir sumarið 2010.
Um er að ræða átta störf á framkvæmda- og veitusviði sem felasti í hreinsun og snyrtingu opinna svæði, girðingavinnu, viðgerðum og málun.
Fjármála- og stjórnsýslusvið vantar starfsmann í frágang skjala á skjalasafni Árborgar. Verkefnið felst í skönnun og skráningu.
Í skipulags- og byggingardeild vantar sömuleiðis starfsmann í skönnun og frágang teikninga fyrir skjalasafn byggingarfulltrúa.
Á sviði sérfræðings umhverfismála er óskað eftir starfsmanni til að meta stöðu þjónustu við Fuglafriðlandið í Flóa og fjöruna við Eyrarbakka og Stokkseyri. Hverjir eru helstu þættir sem þurfa að vera til staðar, eru þeir til staðar og er raunhæft að halda úti starfsmanni sem þjónustar svæðið í heild.
Umsóknir um störfin skulu send í gegnum heimasíðu Vinnumálastofnunar.