Það var frábær stemmning í fjörunni á Eyrarbakka í gærkvöldi þar sem Jónsmessuhátíðinni lauk með brennu og fjöldasöng.
Hátíðin í gær heppnaðist vel enda veðrið með eindæmum gott og fjölbreytt var dagskrá í boði fyrir alla fjölskylduna.
Að venju hófst samkoman í fjörunni á þjóðsöng Eyrbekkinga, Elskulegi Eyrarbakki, og síðan var sungið og dansað við bálið fram á nótt við undirleik Bakkabandsins.