Elsti Árborgarinn 100 ára

Elsti íbúi í Sveitarfélaginu Árborg, Anna Margrét Franklínsdóttir, Fossheiði 60 á Selfossi fagnaði 100 ára afmæli sínu þann 15. júní sl.

Af því tilefni heimsótti Ari B. Thorarensen, forseti bæjarstjórnar, afmælisbarnið og færði henni blómvönd í tilefni af tímamótunum. Þetta var fyrsta embættisverk Ara í nýja embættinu.

Anna Margrét, sem býr ein er mjög ern og hugsar alveg um sig sjálf. Hún prjónar mikið og bakar pönnukökur reglulega fyrir sig og sína.

Fyrri greinBannið barinn börnum
Næsta greinEnginn „bæjarstjóri“ í Árborg