Lagning ljósleiðara í Bláskógabyggð gengur vel en fyrsti viðskiptavinur Bláskógaljóss var tengdur þann 17. júlí síðastliðinn.
Það var skemmtileg tilviljun að sá fyrsti til að tengjast var Sigurður Þorsteinsson, elsti íbúi Bláskógabyggðar, en Sigurður er 96 ára.
Í tilefni af ljósleiðaratengingunni afhenti Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar, Sigurði blómvönd. Með þeim á myndinni er Hannes Arnar Viðarsson, tæknimaður hjá TRS.