Elvar hættir í sveitarstjórn

Elvar Eyvindsson, bóndi á Skíðbakka í Austur-Landeyjum og oddviti sjálfstæðismanna í sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur ákveðið að hætta í sveitarstjórn og bjóða sig ekki fram í kosningunum í vor.

„Já, það er rétt, ég ætla að láta þetta gott heita. Ég var í sveitarstjórn Austur-Landeyja tvö kjörtímabil, 1990 til 1998, var oddviti það seinna. Svo var ég kjörinn í sveitarstjórn Rangárþings eystra 2006 og var sveitarstjóri um tíma, m.a. í Eyjafjallagosinu. Ég var auk þess á milli í allskonar nefndum og ráðum. Ég er nú á þeim tímapunkti að verða að fara að velja og hafna í hvað ég ætla að eyða æsku minni og niðurstaðan er að halda ekki áfram í sveitarstjórnarmálunum,“ sagði Elvar í samtali við Sunnlenska.

„Ég verð að sjálfsögðu áfram á fullum krafti í búskapnum enda er það fullt starf,“ bætti hann við.

Fyrri greinAndri með tvö mörk gegn Haukum
Næsta greinSólborg Lilja ráðin hótelstjóri á Hellu