Elvar leiðir Lýðræðisflokkinn í Suðurkjördæmi

Elvar Eyvindsson.

Elvar Eyvindsson, bóndi á Skíðbakka II í Austur-Landeyjum, leiðir lista Lýðræðisflokksins í Suðurkjördæmi í komandi Alþingiskosningum.

Elvar er fyrrum sveitarstjóri og oddviti sjálfstæðismanna í Rangárþingi eystra en hann gekk síðan til liðs við Miðflokkinn og var varaþingmaður flokksins frá 2018 til 2020. Hann mun nú leiða lista þessa nýja stjórnmálaafls í komandi kosningum.

Arn­ar Þór Jóns­son, stofn­andi Lýðræðis­flokks­ins, kynnti í gær þá ein­stak­linga sem skipa þrjú efstu sæt­in í öll­um kjör­dæm­um.

Annað sætið í Suðurkjördæmi skipar Birk­ir Ein­ars­son, fram­kvæmda­stjóri og í því þriðja er Guðbjörg Elísa Haf­steins­dótt­ir, söng­kona í Reykjanesbæ.

Fyrri greinKoppafeiti segir kvöldfréttir
Næsta greinVésteinn og Ólympíuleikar í 40 ár