Elvar Eyvindsson, bóndi á Skíðbakka II í Austur-Landeyjum, leiðir lista Lýðræðisflokksins í Suðurkjördæmi í komandi Alþingiskosningum.
Elvar er fyrrum sveitarstjóri og oddviti sjálfstæðismanna í Rangárþingi eystra en hann gekk síðan til liðs við Miðflokkinn og var varaþingmaður flokksins frá 2018 til 2020. Hann mun nú leiða lista þessa nýja stjórnmálaafls í komandi kosningum.
Arnar Þór Jónsson, stofnandi Lýðræðisflokksins, kynnti í gær þá einstaklinga sem skipa þrjú efstu sætin í öllum kjördæmum.
Annað sætið í Suðurkjördæmi skipar Birkir Einarsson, framkvæmdastjóri og í því þriðja er Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir, söngkona í Reykjanesbæ.