Í tilefni af Bleikum október færðu félagar í Lionsklúbbnum Emblu á Selfossi Krabbameinsfélagi Árnessýslu gjafabréf að upphæð 300 þúsund krónum, sem Erla G. Sigurjónsdóttir, starfsmaður félagsins, tók við og þakkaði fyrir.
Erla fræddi Emblurnar um starfsemi félagsins, sem er mjög mikil og ómetanleg fyrir þann fjölda sem nýta sér hana. Eftir kaffisopa og notalegt spjall versluðu Lionskonurnar bleika boli og ýmislegt annað sem félagið selur til fjáröflunar.
„Óskum við þessu þessu góða félagi alls þess besta í framtíðinni,“ segir í tilkynningu frá Lionsklúbbnum Emblu.